3 mánuðir tæpir

Hér er allt að smella og en tæpir 3 mánuðir í stóra daginn.

Brúðurin hefur fundið kjólinn sem verður leigður hjá Brúðarkjólaleigunni 2 hjörtum. Mæli með þessari leigu, æðisleg þjónusta og mikið úrval af kjólum. Brúðurin er ekki sú grennsta sem hefur gift sig en var farin að halda á tímabili að hún væri sú lang feitasta þar sem hún fór á þrjár leigur en enginn var með nógu stóra kjóla. Svo hún var ekki rosalega bjartsýn þegar hún fór af stað en fann líka þennan fallega kjól. Nú getur hún spennt farið að undirbúa allt því þetta lá þungt á henni hræðslan um að þurfa að fara í seglagerðina til að finna kjól.

Brúðguminn fann geggjuð föt í Herragarðinum í Kringlunni. Nú eigum þau bara eftir að finna nærföt þá eru þau klár.

Brúðkaupsferðin hefur verið bókuð og borguð svo í allraversta falli þá fara þau í hvítum kjól og jakkafötum til Tenerife í 2 vikur. Í besta falli þá fara þau nýgift í stuttbuxum og ermalausum bol að springa úr hamingju.

Kokkur hefur verið ráðinn, enginn annar er yfirkokkur Radioson SAS í Kristjánssandi í Noregi. Hann er að vísu frændi brúðarinnar svo hann hefur góða ástæðu til að kíkja til Íslands og grilla fyrir litlu frænku.

Athöfnin verður í Garðakirkju á Álftanesi og veislan í Garðholti.

Boðskort eru í vinnslu og verða send út strax eftir páska.

Til að auðvelda fólki gerðum við gjafalista í 2 verslunum, Kokku á laugavegi þar sem við völdum ýmislegt í eldhúsið, og í CASA þar sem við ætlum að safna matarstelli og glösum. En við erum EKKI að fara fram á að fólk versli bara af þessum listum, bara til að veita hugmyndir.

Okkur hlakkar rosalega til og erum að springa út hamingju.

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður flottur dagur   kannski er bara sniðugt að gefa ykkur stuttbuxur og sólarvörn í brúðkaupsgjöf  Það er alveg hægt að hræra með höndunum og borða af pappadiskum

mamma (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 02:34

2 identicon

Til hamingju með brúðkaupið í sumar- verður án efa yndislegur dagur :)

Lára (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband