27.6.2008 | 10:33
Upphafið
Brúðurin þarf að hugsa mikið áður en stóri dagurinn rennur upp. Hún er að hugsa um stóra daginn alla daga. Hún hugsar hvert skipti sem hún gengur framhjá blómabúð "aha þetta gæti verið málið" eða breytir um þema á hverjum degi oft mörgum sinnum á dag. Á hún að hafa lillað, bleikt, grænt, rautt eða blátt litaþema? Á hún að hafa rósir eða eitthvað annað blóm? Á hún að vera í síðum kjól eða stuttum en með slóða? Hárið fúff er ekki komin þangað. Slör í hárinu, yfir andlitinu eða bara ekki. Hvenær á ég að byrja? Hún er búinn að panta kirkju og sal. Ætli dagbókin í kirkjunni og salnum brenni þannig hún þurfi að redda sér á seinustu stundu og gifta sig í ljótri kirkju og fúkkalyktandi sal. Eða bara úti. Humm það er að vísu góð hugmynd.........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.