6.4.2009 | 21:48
3 mánuðir tæpir
Hér er allt að smella og en tæpir 3 mánuðir í stóra daginn.
Brúðurin hefur fundið kjólinn sem verður leigður hjá Brúðarkjólaleigunni 2 hjörtum. Mæli með þessari leigu, æðisleg þjónusta og mikið úrval af kjólum. Brúðurin er ekki sú grennsta sem hefur gift sig en var farin að halda á tímabili að hún væri sú lang feitasta þar sem hún fór á þrjár leigur en enginn var með nógu stóra kjóla. Svo hún var ekki rosalega bjartsýn þegar hún fór af stað en fann líka þennan fallega kjól. Nú getur hún spennt farið að undirbúa allt því þetta lá þungt á henni hræðslan um að þurfa að fara í seglagerðina til að finna kjól.
Brúðguminn fann geggjuð föt í Herragarðinum í Kringlunni. Nú eigum þau bara eftir að finna nærföt þá eru þau klár.
Brúðkaupsferðin hefur verið bókuð og borguð svo í allraversta falli þá fara þau í hvítum kjól og jakkafötum til Tenerife í 2 vikur. Í besta falli þá fara þau nýgift í stuttbuxum og ermalausum bol að springa úr hamingju.
Kokkur hefur verið ráðinn, enginn annar er yfirkokkur Radioson SAS í Kristjánssandi í Noregi. Hann er að vísu frændi brúðarinnar svo hann hefur góða ástæðu til að kíkja til Íslands og grilla fyrir litlu frænku.
Athöfnin verður í Garðakirkju á Álftanesi og veislan í Garðholti.
Boðskort eru í vinnslu og verða send út strax eftir páska.
Til að auðvelda fólki gerðum við gjafalista í 2 verslunum, Kokku á laugavegi þar sem við völdum ýmislegt í eldhúsið, og í CASA þar sem við ætlum að safna matarstelli og glösum. En við erum EKKI að fara fram á að fólk versli bara af þessum listum, bara til að veita hugmyndir.
Okkur hlakkar rosalega til og erum að springa út hamingju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2009 | 02:30
það sem getur farið úrskeiðis fer.....
Maður þarf greinilega að passa sig og sín. Best að gera ráð fyrir því strax að eitthvað fari úrskeiðis miðað við þessi myndbönd. Guð hvað ég hló.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 17:34
Stórt skref fyrir mig lítið fyrir mannkynið.
Nú er orðið mjög stutt í stóra daginn eða einungis c.a. 7 mánuðir. Voðalega gaman að vera að skipuleggja brúðkaup í skugga kreppunnar en við ákváðum að standa bara úti í sólinni, hér verður engu frestað eða fært til 19. júní skal það vera.
Brúðurin ákvað líka að gera eitthvað í sínum heilsu og þyngdarmálum svo hún geti nú horft ágætlega stolt á myndirnar í framtíðinni. Hún ákvað að byrja að taka Herbalife og hefur fundið auka klukkutímann sem vantaði í sólarhringinn og trúið því að hún eyðir honum ekki í að leita að þessum 3 kg og 6 cm sem hurfu af henni á einum mánuði!
Einnig hefur brúðurin ákveðið að afla sér aukatekna með því að hjálpa öðrum að finna sinn auka klukkutíma og bæta heilsuna hvort sem um er að ræða fjárhagsheilsuna, því þið getið komið með mér að selja og afla tekna, eða líkamlegu.
Þarftu að grennast, þyngjast, vakna betur á morgnana, ná betri árangri í íþróttum, ódýrar en þrumu góðar snyrtivörur, vantar þig aukapening til að fjármagna brúðkaupið eða bara það sem þér dettur í hug? Ég á lausnir við þessu öllu. Skiljið eftir skilaboð í athugasemdarkerfinu eða gestabók eða sendið mér póst á olofanna@gmail.com og ég skal hjálpa þér.
Fylgist líka með hér því ég ætla að setja inn gang mála bæði af brúðkaupinu og Herbalifinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2008 | 17:51
Meðgangan að hefjast
Við trúlofuðum okkur rétt rúmu ári áður en settur dagur er. Þá var ég á fullu að skipuleggja allt komin í smáatriða listann og alveg að farast úr stressi langaði bara að klára þetta af. Róaðist fljótlega og pantaði kirkju, sal og prest og byrjaði svo að bíða. Nú eru 9 mánuðir í daginn og við erum að ranka við okkur að við þurfum að fara ákveða ýmislegt. Ákveða matseðil, klára gesta listann, byrja að skoða föt og það sem verst er BYRJA Í MEGRUN. Góð vinkona mín var búinn að gifta sig þegar við kynntumst og sá ég ekki brúðar myndina hennar fyrr en nokkru eftir brúðkaupið, 1 eða 2 árum held ég. Lýsinginn hennar á myndinni var "ojj ég þoli ekki þessa mynd ég er með læri út um ermarnar á kjólnum" Fúff ég hef aldrei verið jafn þung og mikil eins og núna og brúðkaupið styttist.
Jæja er farinn að gera armbeygjur og grafa upp númerið í Seglagerðinni til að láta þá sauma kjólinn.
Nei ekki alveg. Jú auðvitað vill maður vera upp á sitt besta á þessum degi en hey frekar feit og falleg en mjó og ljót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 11:52
Brúðkaup
Brúðkaupsundirbúningur er að fara að byrja við erum búinn að bóka sal, kirkju og presturinn Svo verður bara tekið því rólega fram að áramótum og þá ætla ég að finna mér kjól. Hlakka geggjað til að fara að máta kjóla og velja hárgreiðslu og skó. Hlakka líka rosalega til að skreyta salinn og dúlla eitthvað. En mest erum við þó spennt að gifta okkur, segja hið stóra JÁ. Þetta hefur svo miklu meiri þýðingu fyrir okkur en falleg föt, skreyttur salur og góður matur. Við segjum hvort öðru það oft á dag hversu mikið við elskum hvort annað og erum þakklát fyrir að hafa hvort annað. Næsta sumar erum við að fara að játa hvort öðru ást okkar fyrir framan fjölskyldu okkar og vinum og fá blessun guðs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2008 | 09:24
OMG!!!!!
Eins gott að passa sig hvar maður verslar kjólinn. Maður þarf líka að hafa í huga að brúðarmyndin á eftir að hanga (vonandi) uppá vegg hjá mömmu, tengdó, ömmu, afa og svo hjá mér vonandi.
Spurning um að gæta hófs samt.
Ber við altarið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2008 | 10:33
Upphafið
Brúðurin þarf að hugsa mikið áður en stóri dagurinn rennur upp. Hún er að hugsa um stóra daginn alla daga. Hún hugsar hvert skipti sem hún gengur framhjá blómabúð "aha þetta gæti verið málið" eða breytir um þema á hverjum degi oft mörgum sinnum á dag. Á hún að hafa lillað, bleikt, grænt, rautt eða blátt litaþema? Á hún að hafa rósir eða eitthvað annað blóm? Á hún að vera í síðum kjól eða stuttum en með slóða? Hárið fúff er ekki komin þangað. Slör í hárinu, yfir andlitinu eða bara ekki. Hvenær á ég að byrja? Hún er búinn að panta kirkju og sal. Ætli dagbókin í kirkjunni og salnum brenni þannig hún þurfi að redda sér á seinustu stundu og gifta sig í ljótri kirkju og fúkkalyktandi sal. Eða bara úti. Humm það er að vísu góð hugmynd.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)